Umgengnisreglur

Reykingar eru með öllu bannaðar í húsinu, líka rafrettur. Ef reykt er í húsinu, er heimilt að vísa viðkomandi úr húsi. Fari brunakerfi af stað af þessum sökum, er leigutaki rukkaður um þann kostnað sem af hlýst.

Notkun á glimmer og pappírssprengjum (comfetti) er með öllu bönnuð.

Slökkvitæki er í skáp fyrir ofan stiga og þar má ekki teppa aðgang.

Fara þarf varlega með borð þegar raðað er upp eða gengið er frá, þar sem brúnir eru viðkvæmar og auðveldlega getur kvarnast úr þeim.

Mælst er til þess að standa ekki á stólum.

Ef sett er skraut í loft verður að vera með hanska. Einnota hanskar eru í eldhúsi undir vaski.

Ef sett er skraut á veggi, þá verður að nota lím, límband eða kennaratyggjó sem næst auðveldlega af og skilur ekki eftir sig för.

Leigutaki skal fjarlægja allt skraut og hluti s.s. áfengi, matarafganga o.þ.h. sem hann kemur með, að lokinni veislu, nema um annað sé samið.

Verði skemmdir á innanstokksmunum s.s. salernum, borðum, gólfi, veggjum og tækjum í eldhúsi og sal er leigusala heimilt að rukka leigutaka um viðgerðarkostnað sem af því hlýst enda hafi leigutaka verið tilkynnt um tjónið strax eftir þrif á salnum.

Sé salur óeðlilega óþrifalegur eftir veislu er leigusala heimilt að rukka sérstaklega fyrir aukaþrif. Það sem telst vera óeðlilegt er t.d. æla á salernum eða annarstaðar í sal, pappírsrusl á gólfum, áfengi og gos á gólfum, kám og drykkjarleifar á veggjum og almennt slæm umgengni. Leigutaka skal gert grein fyrir þessu áður en hann yfirgefur veislu.