Veislusalur, aðstaða og áhöld
Salurinn er bjartur og stílhreinn og hentar vel fyrir hvers konar mannfagnað eða ráðstefnur. Þegar salurinn er fullnýttur eru sæti fyrir 140 manns en hægt er að skipta salnum í tvennt og nota eingöngu annan hlutann ef um minni veislur er að ræða. Allur búnaður til ráðstefnuhalds er til staðar og því einkar hentugur fyrir ráðstefnur. Salurinn er leigður út án veitinga.
Fatahengi og salernisaðstaða er til fyrirmyndar. Fatahengið er hannað með stórarveislur í huga. Salernin eru fimm, fjögur fyrir gesti og eitt inn af eldhúsi fyrir starfsfólk. Gott vinnupláss er í eldhúsi og allur tækjabúnaður til staðar. Eftirfarandi er til staðar:
- Borðbúnaður fyrir 140 manns.
- Kertastjakar og blómavasar.
- Helluborð.
- Stór bakarofn.
- Stór kælir.
- Súpupottur.
- Hraðsuðuketill.
- Kaffivél.
- Hitabrúsar.
- Hraðvirk uppþvottavél.